Innlent

Jussanam vill verða íslenskur ríkisborgari

Jussanam Da Silva hefur sungið til að hafa í sig og á eftir að henni var sagt upp á frístundaheimilinu. Það starf missti hún við að skilja
Jussanam Da Silva hefur sungið til að hafa í sig og á eftir að henni var sagt upp á frístundaheimilinu. Það starf missti hún við að skilja
Brasilíska söngkonan og frístundaleiðbeinandinn Jussanam Da Silva vinnur nú að því ásamt lögmanni sínum að sækja um ríkisborgararétt á Íslandi. Hún hefur enn ekki fengið svar frá dóms- og mannréttindaráðuneytinu um hvort hún fær hér atvinnuleyfi en ríkisborgararéttur myndi tryggja henni rétt til að starfa hér.

Jussanam flutti hingað til lands frá Brasilíu fyrir rúmum tveimur árum ásamt eiginmanni sínum sem er íslenskur ríkisborgari.

Þau skildu að borði og sæng í apríl á þessu ári en ekki hefur verið gengið frá lögskilnaði. Í kjölfarið sótti Jussanam um atvinnuleyfi sem var synjað. Sú ákvörðun var kærð til dóms- og mannréttindaáðuneytisins í október. Þá fengust þau svör að ráðuneytið gæfi sér allt að þrjá mánuði til að taka ákvörðun og er því niðurstöðu að vænta innan mánaðar.

Jussanam starfaði sem frístundaleiðbeinandi hjá Hlíðaskjóli í Reykjavíkur en missti vinnuna þar sem hún hafði ekki lengur atvinnuleyfi eftir skilnaðinn.

Eftir að hún varð atvinnulaus hefur hún sungið á styrktartónleikum til að hafa í sig og á, auk þess sem hún hefur fengið styrk frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur sem var hennar stéttarfélag þegar hún starfaði á Hlíðaskjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×