Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Æðstu menn Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans á árunum fyrir hrun.Fréttablaðið/e.ól Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira