Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 18:09 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Fréttablaðið Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -) Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -)
Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira