Innlent

Tuttugu prósent pilta skoða klám á hverjum degi

Ingimar Karl Helgason skrifar

Einn af hverjum fimm íslenskum unglingspiltum skoðar klám á internetinu á hverjum degi. Yfir helmingur íslenskra pilta viðurkennir að skoða klám á netinu að minnsta kosti í hverri viku.

Fjallað er um klámneyslu norrænna ungmenna í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir norrænu ráðherranefndina. Þar sést meðal annars að einn af hverjum fimm íslenskum piltum viðurkennir að horfa á klám á hverjum degi. Upp undir fjórðungur til viðbótar viðurkennir að horfa á klám nokkrum sinnum í viku og upp undir einn af hverjum tíu, að minnsta kosti vikulega.

En þetta er yfir helmingur íslenskra pilta á aldrinum sextán til nítján ára. Þetta er hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndum. Innan við fimm prósent íslenskra stúlkna segjast gera þetta sama, vikulega eða oftar; yfir níutíu prósent segjast aldrei skoða klám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×