Barnaheill fá sex milljónir í styrk til uppbyggingar á Haítí 22. nóvember 2010 15:20 Frá Haítí. MYND/AP Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Að sögn samtakanna verður sérstök áhersla lögð á menntun, heilsu og vernd barna. „Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til að bregðast við útbreiðslu kóleru," segir í tilkynningu. „Ástandið á Haítí eftir jarðskjálftann í janúar á þessu ári er enn mjög alvarlegt," segir ennfremur. „Útbreiðsla kóleru hefur ekki bætt stöðuna en ríflega 700 manns hafa þegar látist og 11 þúsund manns eru veikir af þessum sjúkdómi sem koma má í veg fyrir og veita meðferð við. Rúmlega ein milljón manna hefur búið við sóðalegar aðstæður í yfirfullum flóttamannabúðum frá því í janúar og milljónir til viðbótar búa í fátækrahverfum þar sem aðgangur að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu er nánast enginn. Börnin eru sérlega viðkvæm þar sem ónæmiskerfi þeirra þolir illa sjúkdóma eins og niðurgang og kóleru, sem geta dregið þau til dauða á nokkrum klukkutímum." Samtökin segja að stuðningur ráðuneytisins sé mjög mikilvægur fyrir uppbyggingarstarfið á Haítí. „Barnaheill - Save the Children starfa nú eftir fimm ára neyðar- og uppbyggingaráætlun sem beitt er á þeim svæðum sem urðu fyrir jarðskjálftanum. Áhersla er lögð á þau svið sem hafa mest áhrif á líf og velferð þúsunda barna; menntun, vernd, heilsu og næringu, vatn og hreinlæti, skjól, lífsviðurværi, mataröryggi og -dreifingu sem og birgðir af öðrum toga. Markmið uppbyggingarinnar er að tryggja betra líf en var fyrir jarðskjálftann. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa alls lagt 14 milljónir króna til starfsins á Haítí." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Að sögn samtakanna verður sérstök áhersla lögð á menntun, heilsu og vernd barna. „Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til að bregðast við útbreiðslu kóleru," segir í tilkynningu. „Ástandið á Haítí eftir jarðskjálftann í janúar á þessu ári er enn mjög alvarlegt," segir ennfremur. „Útbreiðsla kóleru hefur ekki bætt stöðuna en ríflega 700 manns hafa þegar látist og 11 þúsund manns eru veikir af þessum sjúkdómi sem koma má í veg fyrir og veita meðferð við. Rúmlega ein milljón manna hefur búið við sóðalegar aðstæður í yfirfullum flóttamannabúðum frá því í janúar og milljónir til viðbótar búa í fátækrahverfum þar sem aðgangur að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu er nánast enginn. Börnin eru sérlega viðkvæm þar sem ónæmiskerfi þeirra þolir illa sjúkdóma eins og niðurgang og kóleru, sem geta dregið þau til dauða á nokkrum klukkutímum." Samtökin segja að stuðningur ráðuneytisins sé mjög mikilvægur fyrir uppbyggingarstarfið á Haítí. „Barnaheill - Save the Children starfa nú eftir fimm ára neyðar- og uppbyggingaráætlun sem beitt er á þeim svæðum sem urðu fyrir jarðskjálftanum. Áhersla er lögð á þau svið sem hafa mest áhrif á líf og velferð þúsunda barna; menntun, vernd, heilsu og næringu, vatn og hreinlæti, skjól, lífsviðurværi, mataröryggi og -dreifingu sem og birgðir af öðrum toga. Markmið uppbyggingarinnar er að tryggja betra líf en var fyrir jarðskjálftann. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa alls lagt 14 milljónir króna til starfsins á Haítí."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira