Fótbolti

Milner æfði ekki með Englandi í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry á æfingu landsliðsins í morgun.
Gareth Barry á æfingu landsliðsins í morgun. Nordic Photos / Getty Images

James Milner gat ekki æft með enska landsliðinu í dag og því ólíklegt að hann muni koma við sögu í leik Englands og Bandaríkjanna á laugardaginn.

Milner var með vægan hita í morgun og hélt því kyrru fyrir á hóteli liðsins. Þá tók Shaun-Wright Phillips því rólega á æfingunni eftir að hafa orðið fyrir smávægilegum meiðslum í æfingaleik enska landsliðsins gegn Platinum Stars í gær.

Hins vegar gat Gareth Barry æft af fullum krafti í dag en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarinn mánuð. Hann greindi hins vegar frá því sjálfur í gær að hann muni ekki spila á laugardaginn og fá því meiri tíma til að koma sér aftur almennilega af stað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×