Fótbolti

Torres skoraði fyrir Spán í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Fernando Torres er mættur aftur í slaginn. Hann gekkst undir aðgerð í apríl og hafði ekki spilað síðan þá fyrr en í kvöld. Hann skoraði í 6-0 bursti Spánar á Pólverjum. David Villa kom Spánverjum yfir áður en David Silva bætti tveimur mörkum við. Cesc Fabregas skoraði næsta mark áður en röðin var komin að Torres. Hann kom inn á fyrir Villa á 66. mínútu og var búinn að skora skömmu síðar. Hann skoraði með skoti eftir sendingu frá Pedro sem skoraði sjötta og síðasta markið. Andres Iniesta haltraði og var tekinn af velli en Spánverjar segja að það hafi aðeins verið varúðarráðstafanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×