Innlent

Guðrún Ögmundsdóttir er tengiliður vegna vistheimila

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi sinnir starfi tengiliðar vegna vistheimila. Mynd/ E. Ól.
Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi sinnir starfi tengiliðar vegna vistheimila. Mynd/ E. Ól.
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðin í starf tengiliðar vegna vistheimila. Hún mun hefja störf 20. september næstkomandi.

Fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins að starf tengiliðar felst í að koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kunna að eiga bótarétt. Hann skal m.a. leiðbeina þeim sem til hans leita um framsetningu bótakrafna í kjölfar innköllunar sýslumanns. Þá skal tengiliðurinn aðstoða fyrrverandi vistmenn, sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunar, við að sækja sér þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endurhæfingu og menntun.

Sýslumaðurinn á Siglufirði annast þau verkefni sem sýslumanni eru falin samkvæmt lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×