Þriðja hrunið er í nánd segir Vilhjálmur 10. september 2010 05:00 Ekki hægt að sakfella ráðherra fyrir bankahrunið án þess að ríkið verði bótaskylt segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Rósa „Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og varar við afleiðingum þess að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Vilhjámur segir í pistli á heimasíðu SA að ekki sé útilokað að annað hrun verði í fjármálakerfinu ef allt fari á versta veg fyrir fjármálafyrirtækin vegna ólögmætis gengisbundinna lána. „Þriðja hrunið er ennfremur raunhæfur möguleiki en það gæti gert sjálft ríkið gjaldþrota,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að senn ákveði Alþingi hvort sækja eigi nokkra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir vanrækslu. „Vand-séð er hvernig hægt er að sakfella þetta fólk fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði þá bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra.“ Vilhjálmur segir að vera megi „að einhver mikil réttlætisþörf búi að baki áformum um að hafa æru af“ viðkomandi ráðherrum. „En spurningin er hvort þjóðin hafi efni á slíku réttlæti? Er það ekki hún sjálf sem hlýtur þá mestu refsinguna með hugsanlegu gjaldþroti ríkisins?“ skrifar Viljálmur og kveður nær að líta til þjóða sem farið hafi leið sátta og samstöðu til að gera upp erfið mál. „Alþingismenn þurfa að sjást fyrir í störfum sínum. Það er ekki ráðlegt að svala pólitískum hefndarþorsta sínum með því að setja framtíð ríkisins í óvissu. Því menningarbyltingarkennda ástandi sem ríkt hefur þarf að linna.“ - gar Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og varar við afleiðingum þess að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Vilhjámur segir í pistli á heimasíðu SA að ekki sé útilokað að annað hrun verði í fjármálakerfinu ef allt fari á versta veg fyrir fjármálafyrirtækin vegna ólögmætis gengisbundinna lána. „Þriðja hrunið er ennfremur raunhæfur möguleiki en það gæti gert sjálft ríkið gjaldþrota,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að senn ákveði Alþingi hvort sækja eigi nokkra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir vanrækslu. „Vand-séð er hvernig hægt er að sakfella þetta fólk fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði þá bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra.“ Vilhjálmur segir að vera megi „að einhver mikil réttlætisþörf búi að baki áformum um að hafa æru af“ viðkomandi ráðherrum. „En spurningin er hvort þjóðin hafi efni á slíku réttlæti? Er það ekki hún sjálf sem hlýtur þá mestu refsinguna með hugsanlegu gjaldþroti ríkisins?“ skrifar Viljálmur og kveður nær að líta til þjóða sem farið hafi leið sátta og samstöðu til að gera upp erfið mál. „Alþingismenn þurfa að sjást fyrir í störfum sínum. Það er ekki ráðlegt að svala pólitískum hefndarþorsta sínum með því að setja framtíð ríkisins í óvissu. Því menningarbyltingarkennda ástandi sem ríkt hefur þarf að linna.“ - gar
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira