Fótbolti

Þjálfari Lyon: Einbeitum okkur ekki bara að Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur raðað inn mörkum með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo hefur raðað inn mörkum með Real Madrid. Mynd/AFP

Claude Puel, þjálfari Olympique Lyon, ætlar ekki að leggja neitt ofurkapp á að stoppa Portúgalann Cristiano Ronaldo í leikjum franska liðsins á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Cristiano Ronaldo hefur skorað 6 mörk í 4 leikjum í Meistaradeildinni í vetur og 11 mörk í 13 deildinni í spænsku deildinni.

„Við getum ekki bara einblínt á Ronaldo því það eru aðrir leikmenn í liðinu sem geta klárað leikinn fyrir þá," sagði Claude Puel.

„Það eru svo margir frábærir leikmenn í þeirra liði sem geta gert okkur skráveifu. Menn eins og Kaka, Karim Benzema og Gonzalo Higuain," bætti Claude Puel við.

Karim Benzema lék áður undir stjórn Claude Puel hjá Lyon. „Það var mikilvægt fyrir hann að komast frá Lyon og þróa sig áfram sem knattspyrnumaður. Hann fór til eins af stærstu félögunum þar sem hann er í harðri samkeppni og þarf að hafa mikið fyrir því að komast í liðið," sagði Claude Puel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×