Fótbolti

Guti vel við skál er hann keyrði á - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Guti, fyrrum leikmaður Real Madrid, lenti eins og kunnugt er í árekstri á dögunum og það sem meira er þá var knattspyrnumaðurinn vel við skál er hann lenti í árekstrinum.

Áreksturinn varð í Tyrklandi þar sem Guti spilar þessa dagana. Hann var sektaður af yfurvöldum og þess utan sviptur bílprófinu.

Hann hefur reynt að halda fram sakleysi sínu en eins og sjá má á þessu myndbandi hér að ofan var Guti ekki alveg bláedrú eins og hann vill meina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×