Innlent

Konur skipta sköpum fyrir atvinnulífið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halla Tómasdóttir segir að feminísk gildi skipti höfuðmáli fyrir efnahagslífið. Mynd/ HARI.
Halla Tómasdóttir segir að feminísk gildi skipti höfuðmáli fyrir efnahagslífið. Mynd/ HARI.
Íslendingar eiga langa sögu um sterkar, hugrakkar og sjálfstæðar konur allt frá víkingaöld, sagði Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, í fyrirlestri hjá Ted Women. Í fyrirlestrinum fjallar hún um feminísk gildi sem hún segir mikilvægt að hafa í huga í atvinnulífinu.

Halla segist hafa verið ung að árum þegar að hún áttaði sig á því að mikilvægt væri að rödd kvenna heyrðist í atvinnulífinu. „Ég var sjö ára, það vildi svo til að það var á afmæli móður minnar, þegar ég áttaði mig fyrst á því að konur skiptu sköpum fyrir efnahagslífið," sagði Halla. Þennan dag hafi konur tekið sér frí frá vinnu eða heimili. „Þær tóku sér dagsleyfi og ekkert virkaði á meðan," sagði Halla.

Halla sagði svo að fimm árum síðar hafi Vigdís Finnbogadóttir verið kosin forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörin þjóðarleiðtogi.

TED Women er tveggja daga fjarfundarráðstefna sem var send út frá Washington DC nú í desember. Á henni er leitast við að svara þeirra spurningu hvernig konur og stúlkur muni hafa áhrif á framtíðina.

Horfa á fyrirlestur Höllu á TedWomen












Fleiri fréttir

Sjá meira


×