Segir VÍS hafa verið strípað af eigendum sínum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 14. september 2010 18:37 Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira