Fótbolti

Veigar skoraði - Birkir Már fékk rauða spjaldið

Elvar Geir Magnússon skrifar

Næstsíðasta umferð norsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrra mark Stabæk í 2-1 sigri á Sandefjord og lagði upp það síðara.

Veigar kom Stabæk yfir áður en gestirnir jöfnuðu. Sigurmarkið kom á 71. mínútu. Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn fyrir Stabæk sem er í tíunda sæti en Sandefjord er í sextánda og neðsta sæti.

Stefán Logi Magnússon stóð í rammanum hjá Lilleström sem gerði 1-1 jafntefli við Viking. Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Lilleström en var tekinn af velli á 62. mínútu. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking.

Lilleström er í áttunda sæti en Viking í því ellefta með tveimur stigum minna.

Garðar Jóhannsson kom inn sem varamaður á 22. mínútu hjá Strömsgodset sem tapaði 2-1 fyrir Tromsö. Strömsgodset er í níunda sæti deildarinnar.

Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Hönefoss sem vann 3-1 sigur á Valerenga. Kristján fékk gult spjald í leiknum. Hönefoss er í fjórtánda sæti.

Árni Gautur Arason var í rammanum hjá Odd Grenland sem vann 2-1 sigur gegn Start. Odd er í fimmta sæti.

Álasund vann 3-1 sigur á Brann þar sem Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Brann er í þrettánda sæti.

Rosenborg er fyrir löngu búið að tryggja sér titilinn í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×