Enski boltinn

Chelsea tapaði naumlega fyrir Frankfurt

Elvar Geir Magnússon skrifar

Eintracht Frankfurt vann í dag 2-1 sigur á Chelsea en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir tímabilið sem hefst í Þýskalandi um næstu helgi.

Einstaklingsmistök reyndust Chelsea dýrkeypt. Fyrst gerði markvörðurinn Hilario mistök og svo var Branislav Ivanovic dæmdur brotlegur innan teigs og dæmd vítaspyrna. Í millitíðinni skoraði Frank Lampard fyrir Chelsea.

Patrick Ochs skoraði fyrsta mark leiksins og það var svo Halil Altintop sem gerði sigurmarkið úr víti.

Chelsea (4-3-3): Hilario; Ferreira (Mancienne h-t), Bruma (Carvalho h-t), Terry (c) (Ivanovic h-t), Cole (Van Aanholt h-t); Benayoun (Lampard h-t), Mikel (Essien h-t), Zhirkov (Matic h-t); Kalou (Sinclair 58), Anelka (Borini h-t), Malouda (McEachran 58).

Mark: Lampard 63

Frankfurt (4-4-2): Nikolov (Fahrmann h-t); Ochs (Rode 68), Franz (Bellaid h-t), Russ, Tzavellas; Jung, Meier (Fenin 76), Schwegler (Heller 68), Kohler (Korkmaz 76); Amanatidis (Altintop 59), Gekas (Caio 59).

Mörk: Ochs 24, Altintop (víti) 82








Fleiri fréttir

Sjá meira


×