Fótbolti

Gylfi spilaði allan seinni hálfleikinn í jafntefli hjá Hoffenheim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Bongarts/Getty Images

Hoffenheim og Köln gerðu 1-1 jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Köln. Hoffenheim hefur þar með aðeins náð tveimur stigum út úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Hoffenheim í hálfleik þegar staðan var 1-0 fyrir Köln en þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 17. mínútu. Gylfi kom inn á fyrir Tobias Weis sem byrjaði leikinn á miðri miðjunni.

Demba Ba jafnaði níu mínútum eftir að Gylfi kom inn á en Ralf Rangnick, þjálfari Hoffenheim, gerði tvær breytingar á liðinu í hálfleik. Rangnick ákvað að nota Gylfa ekki í tapi á móti Bayern Munchen fyrr í vikunni en sendi hann snemma inn á í kvöld.

Gylfi fékk tækifæri á 87. mínútu til að skora aftur úr aukaspyrnu eins og á móti Kaiserslautern á dögunum en skot hans hafnaði í varnarveggnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×