Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Valur Grettisson skrifar 22. nóvember 2010 12:06 Magasin du Nord. Birgir fékk lánið út á andlitið eitt. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Dominos í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. Núverandi eigandi félagsins er útgerðamaðurinn Magnús Kristinsson en fram kom í frétt DV í morgun að hann hefði keypt fyrirtækið skuldsett. „Ég þarf að skoða þetta áður en ég svara þessu," voru viðbrögð Magnúsar þegar Vísir hafði samband við hann í morgun vegna fréttarinnar en hann var þá ekki búinn að kynna sér umfjöllunina um málið. DV greindi frá því að fyrirtækið hefði verið tekið af Magnúsi enda er það tæknilega gjaldþrota. Fyrri eigendur Dominos er Birgir Þór sem átti fyrirtækið einn þangað til um 2005. Þá seldi hann Baugi og Tryggva Jónssyni hlut í fyrirtækinu. Síðar keypti Magnús Kristinsson 20 prósent hlut sem Birgir Þór átti. Birgir Þór Bieltvedt átti Dominos ásamt Baugi. Birgir Þór varð landskunnugur árið 2004 þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord. Hann réðst í þau viðskipti ásamt Straumi fjárfestingabanka, sem þá var meðal annars í eigu góðvinar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og svo Baugi. Birgir sagði í viðtali við Berlingske Tidende þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord að hann hefði fengið einn og hálfan milljarð að láni „út á andlit sitt" hjá Straumi. Þá kynnti hann tækifærið fyrir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Björgólfi. Það var svo í apríl á þessu ári sem þýskir fjölmiðlar greindu frá því að Birgir stýrði Dominos í Þýskalandi. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 voru 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðsstöðu hér á landi. Samkvæmt DV námu rekstrartekjur Dominos rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæplega 170 prósent.Ekki náðist í Birgi vegna málsins. Tengdar fréttir Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Dominos í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. Núverandi eigandi félagsins er útgerðamaðurinn Magnús Kristinsson en fram kom í frétt DV í morgun að hann hefði keypt fyrirtækið skuldsett. „Ég þarf að skoða þetta áður en ég svara þessu," voru viðbrögð Magnúsar þegar Vísir hafði samband við hann í morgun vegna fréttarinnar en hann var þá ekki búinn að kynna sér umfjöllunina um málið. DV greindi frá því að fyrirtækið hefði verið tekið af Magnúsi enda er það tæknilega gjaldþrota. Fyrri eigendur Dominos er Birgir Þór sem átti fyrirtækið einn þangað til um 2005. Þá seldi hann Baugi og Tryggva Jónssyni hlut í fyrirtækinu. Síðar keypti Magnús Kristinsson 20 prósent hlut sem Birgir Þór átti. Birgir Þór Bieltvedt átti Dominos ásamt Baugi. Birgir Þór varð landskunnugur árið 2004 þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord. Hann réðst í þau viðskipti ásamt Straumi fjárfestingabanka, sem þá var meðal annars í eigu góðvinar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, og svo Baugi. Birgir sagði í viðtali við Berlingske Tidende þegar hann keypti hlut í Magasin du Nord að hann hefði fengið einn og hálfan milljarð að láni „út á andlit sitt" hjá Straumi. Þá kynnti hann tækifærið fyrir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Björgólfi. Það var svo í apríl á þessu ári sem þýskir fjölmiðlar greindu frá því að Birgir stýrði Dominos í Þýskalandi. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 voru 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðsstöðu hér á landi. Samkvæmt DV námu rekstrartekjur Dominos rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæplega 170 prósent.Ekki náðist í Birgi vegna málsins.
Tengdar fréttir Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009. 22. nóvember 2010 10:24