Innlent

Skannar fyrir atkvæðin komnir til landsins

Þegar tekið var utan af kössum sem geyma skannana í Laugardalshöll í dag. Talning atkvæða fer fram með rafrænum hætti.
Þegar tekið var utan af kössum sem geyma skannana í Laugardalshöll í dag. Talning atkvæða fer fram með rafrænum hætti.
Þrír skannar sem notaðir verða fyrir talningu á kjörseðlum vegna stjórnlagaþings komu til landsins frá Bretlandi síðdegis í dag. Allir kjörseðlar verða skannaðir inn og upplýsingatæknin nýtt til þess að reikna út niðurstöðu kosninganna sem fara fram á laugardaginn.

Um leið og búið verður að setja skannana upp hefjast prófanir með landskjörstjórn. Hægt er að skanna um 75 þúsund kjörseðla í gegnum kerfið á dag.  

Skyggnir, dótturfélag Nýherja, hefur umsjón með talningakerfinu í umboði landskjörstjórnar. Á þriðja tug sérfræðinga verða að jafnaði á vegum Skyggni í talningastöðinni í Laugardalshöll að vinna við kerfið frá því að kjörstöðum lokar næstkomandi laugardagskvöld.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×