Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2010 18:40 Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. Ólafur Kristinsson, héraðsdómslögmaður, átti hlutabréf í Landsbankanum, en hann telur að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi veitt villandi upplýsingar um eignarhald sitt á Landsbankanum fyrir bankahrunið og hann hafi þannig ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með bankanum. Björgólfur Thor hafi verið með undir 20 prósenta eignarhlut í Landsbankanum því nánir samstarfsmenn hans hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í Givenshire Equities, móðurfélagi Samsonar, en Samson hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í bankanum. Hlutur samstarfsmannanna hafi hins vegar verið undir hans stjórn og því hafi átt að flokka Björgólf Thor sem venslaðan aðila með Landsbankanum. Það hafi hins vegar ekki verið gert og aðgengi Björgólfs að lánsfé hjá Landsbankanum hafi því orðið mun greiðara fyrir vikið. Telur þú að Björgólfur Thor og Landsbankinn hafi viljandi blekkt yfirvöld og hluthafa í bankanum? „Gögnin sem ég hef undir höndum veita vísbendingar um að hann (Björgólfur Thor innsk.blm) hafi allavega reynt að hylja slóðina," segir Ólafur Kristinsson. Hann segir að röng flokkun á Björgólfi Thor hafi haft margvíslegar afleiðingar, t.d hafi ekki þurft að gefa upp lánveitingar til hans opinberlega. Markaðurinn hafi því ekki fengið rétta mynd af þeirri áhættu sem fylgdi því að fjárfesta í Landsbankanum. „Þegar keypt eru skuldabréf, eða hlutabréf, þegar venslaður aðili á svona stóra stöðu af lánasafni bankans þá rýrir það verðgildi bankans mjög mikið. Það má líka ímynda sér að hann hafi verið að nota bankann í eigin þarfir án þess að hægt sé að slá því föstu," segir Ólafur. Þannig hafi ekki aðeins hluthafar verið blekktir, heldur einnig fjárfestar sem keyptu skuldabréf í Landsbankanum. Ólafur segist vera að safna saman hluthöfum í Landsbankanum og hyggst fara í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor. Hann hvetur aðra fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum að hafa samband við sig. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, hafnar ásökunum Ólafs. „Þessi ályktun hans er einfaldlega byggð á röngum forsendum. Það lágu alltaf fyrir á hverjum tíma réttar upplýsingar um eignarhaldið, það var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins og regluvarðar í Landsbankanum, þannig að forsendurnar eru einfaldlega rangar." Ragnhildur segir að alltaf hafi verið gefnar upp réttar upplýsingar um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. En hvað segir Björgólfur Thor um það að fyrrverandi hluthafar Landsbankans ætli hugsanlega í hópmálssókn gegn honum? „Hann gerir engar athugasemdir við það. Ef fólk telur á sér brotið þá á það að sjálfsögðu að leita til dómstóla, það er réttur farvegur fyrir slík mál," segir Ragnhildur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. Ólafur Kristinsson, héraðsdómslögmaður, átti hlutabréf í Landsbankanum, en hann telur að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi veitt villandi upplýsingar um eignarhald sitt á Landsbankanum fyrir bankahrunið og hann hafi þannig ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með bankanum. Björgólfur Thor hafi verið með undir 20 prósenta eignarhlut í Landsbankanum því nánir samstarfsmenn hans hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í Givenshire Equities, móðurfélagi Samsonar, en Samson hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í bankanum. Hlutur samstarfsmannanna hafi hins vegar verið undir hans stjórn og því hafi átt að flokka Björgólf Thor sem venslaðan aðila með Landsbankanum. Það hafi hins vegar ekki verið gert og aðgengi Björgólfs að lánsfé hjá Landsbankanum hafi því orðið mun greiðara fyrir vikið. Telur þú að Björgólfur Thor og Landsbankinn hafi viljandi blekkt yfirvöld og hluthafa í bankanum? „Gögnin sem ég hef undir höndum veita vísbendingar um að hann (Björgólfur Thor innsk.blm) hafi allavega reynt að hylja slóðina," segir Ólafur Kristinsson. Hann segir að röng flokkun á Björgólfi Thor hafi haft margvíslegar afleiðingar, t.d hafi ekki þurft að gefa upp lánveitingar til hans opinberlega. Markaðurinn hafi því ekki fengið rétta mynd af þeirri áhættu sem fylgdi því að fjárfesta í Landsbankanum. „Þegar keypt eru skuldabréf, eða hlutabréf, þegar venslaður aðili á svona stóra stöðu af lánasafni bankans þá rýrir það verðgildi bankans mjög mikið. Það má líka ímynda sér að hann hafi verið að nota bankann í eigin þarfir án þess að hægt sé að slá því föstu," segir Ólafur. Þannig hafi ekki aðeins hluthafar verið blekktir, heldur einnig fjárfestar sem keyptu skuldabréf í Landsbankanum. Ólafur segist vera að safna saman hluthöfum í Landsbankanum og hyggst fara í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor. Hann hvetur aðra fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum að hafa samband við sig. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, hafnar ásökunum Ólafs. „Þessi ályktun hans er einfaldlega byggð á röngum forsendum. Það lágu alltaf fyrir á hverjum tíma réttar upplýsingar um eignarhaldið, það var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins og regluvarðar í Landsbankanum, þannig að forsendurnar eru einfaldlega rangar." Ragnhildur segir að alltaf hafi verið gefnar upp réttar upplýsingar um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. En hvað segir Björgólfur Thor um það að fyrrverandi hluthafar Landsbankans ætli hugsanlega í hópmálssókn gegn honum? „Hann gerir engar athugasemdir við það. Ef fólk telur á sér brotið þá á það að sjálfsögðu að leita til dómstóla, það er réttur farvegur fyrir slík mál," segir Ragnhildur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37