Brasilíumaðurinn Diego er á leið til þýska liðsins Wolfsburg frá Juventus á Ítalíu eftir stutt stopp þar.
Juventus keypti Diego frá Werder Bremen fyrri ári síðan og skrifaði hann þá undir fimm ára samning við félagið.
En nú hefur félagið komist að samkomulagi við Wolfsburg um kaupverð á Diego og fór hann í læknisskoðun hjá félaginu í gær.
Búist er við því að Diego mæti á æfingu hjá Wolfsburg á morgun.