Innlent

Ásatrúarmenn halda jólin á morgun

Á morgun halda ásatrúarmenn jól og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni verður sólstöðuhátíð haldin í Reykjavík á lóð ásatrúarfélagsins við Nauthólsvík í Öskjuhlíð kl. 18 og ætla menn að safnast saman á bílastæðinu korteri fyrr.

„Gengið verður með kyndla inn í rjóður við styttu Sveinbjörns Beinteinssonar fyrsta allsherjargoða félagsins þar sem athöfnin fer fram," segir einnig og tekið fram að allir séu velkomnir. Þá segir að undanfarin ár hafi mjög margir Íslendingar notað þetta tækifæri til að fagna hækkandi sól, „hvort sem þeir eru heiðnir eða ekki."

Á eftir halda svo Ásatrúarmenn jólablót í Mörkinni 6 þar sem börn og fullorðnir snæða jólaverð og njóta skemmtiatriða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×