Bankarnir voru með 300 milljarða í eigin hlutabréfum 12. apríl 2010 10:20 Ef eigið fé er ekki lengur vörn fyrir innlánseigendur og kröfuhafa þá er það ekki eigið fé í hagrænum skilningi. Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. Þetta kemur fram í skýrslu ransóknarnefndar Alþingis. Þar segir að eiginfjárhlutföll Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í uppgjörum voru ávallt nokkuð yfir hinu lögbundna lágmarki. Þau eiginfjárhlutföll endurspegluðu hins vegar ekki raunverulegan styrk bankanna og fjármálakerfisins í heild til að þola áföll. Það var vegna umtalsverðrar áhættu sem bankarnir báru vegna eigin hlutabréfa, bæði í gegnum bein veð fyrir lánum og framvirka samninga um eigin hlutabréf. Ef eigið fé er ekki lengur vörn fyrir innlánseigendur og kröfuhafa þá er það ekki eigið fé í hagrænum skilningi. Við slíkar aðstæður er ekki lengur hægt að líta til eiginfjárhlutfalla við mat á styrkleika fjármálastofnunar því tapsáhætta af hlutabréfum stofnunarinnar liggur hjá henni sjálfri. Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. Ef aðeins er horft á grunnþátt eiginfjárgrunnsins, þ.e. eigið fé hluthafa samkvæmt ársreikningi að frádregnum óefnislegum eignum, var veikt eigið fé bankanna þriggja rúmlega 50% grunnþáttarins um mitt ár 2008. Auk áhættu sem bankarnir þrír báru vegna eigin hlutabréfa kannaði rannsóknarnefndin á sama hátt hversu mikla tapsáhættu þeir báru af bréfum hinna. Hér er það nefnt krossfjármögnun. Um mitt ár 2008 nam bein fjármögnun bankanna á eigin hlutabréfum ásamt krossfjármögnun á hlutabréfum hinna bankanna um 400 milljörðum króna. Ef aðeins er horft á grunnþátt eiginfjárgrunnsins var þetta um 70% grunnþáttarins á árinu 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að fjármögnun eigin fjár í íslenska bankakerfinu hafi að svo stórum hluta verið byggð á lánsfé úr kerfinu sjálfu að stöðugleika þess var ógnað. Sér í lagi voru eignarhlutir stærstu hluthafa bankanna skuldsettir. Þetta olli því að bankarnir og stærstu eigendur þeirra voru afar viðkvæmir fyrir tapi og lækkun hlutabréfaverðs. Ofmetið eigið fé banka eykur getu hans til vaxtar. Geta bankans til að takast á við áföll minnkar hins vegar um leið. Þar með eykst hættan á gjaldþroti. Gjaldþrot við þessar aðstæður gerir tap innstæðueigenda og annarra lánadrottna meira en ella. Ef um kerfislega mikilvægan banka er að ræða, eins og raunin var á Íslandi með alla bankana þrjá, verður kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið í heild einnig verulegur, eins og raun ber vitni. Athuganir rannsóknarnefndarinnar á starfsemi íslensku bankanna benda til þess að rýmkaðar starfsheimildir fjármálastofnana á síðustu árum hafi orðið til að auka verulega áhættu í rekstri þeirra. Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili. Meðal annars var heimilað að stunda fjárfestingarbankastarfsemi samhliða hefðbundinni starfsemi viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um aukið eigið fé. Fjármálaeftirlitið hafði heimild til að gera meiri kröfur um eigið fé fjármálafyrirtækja. Allir bankarnir keyptu eigin hlutabréf í stórum stíl í pöruðum viðskiptum í Kauphöllinni. Þetta átti sérstaklega við eftir að verð hlutabréfanna tók að lækka. Árið 2008 voru bankar kaupendur í að meðaltali 45% tilvika í pöruðum viðskiptum með eigin hlutabréf. Til samanburðar voru þeir seljendur í innan við 2% tilvika í pöruðum viðskiptum á sama tímabili. Ekki verður fallist á að þetta geti talist eðlileg viðskiptavakt af hálfu stóru bankanna þriggja. Verður að ætla að með þessu hafi allir bankarnir reynt að kalla fram óeðlilega eftirspurn eftir hlutabréfum í sjálfum sér. Til þess notuðu þeir það svigrúm sem hægt var að skapa með viðskiptum þeirra deilda sem fóru með eigin viðskipti. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. Þetta kemur fram í skýrslu ransóknarnefndar Alþingis. Þar segir að eiginfjárhlutföll Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í uppgjörum voru ávallt nokkuð yfir hinu lögbundna lágmarki. Þau eiginfjárhlutföll endurspegluðu hins vegar ekki raunverulegan styrk bankanna og fjármálakerfisins í heild til að þola áföll. Það var vegna umtalsverðrar áhættu sem bankarnir báru vegna eigin hlutabréfa, bæði í gegnum bein veð fyrir lánum og framvirka samninga um eigin hlutabréf. Ef eigið fé er ekki lengur vörn fyrir innlánseigendur og kröfuhafa þá er það ekki eigið fé í hagrænum skilningi. Við slíkar aðstæður er ekki lengur hægt að líta til eiginfjárhlutfalla við mat á styrkleika fjármálastofnunar því tapsáhætta af hlutabréfum stofnunarinnar liggur hjá henni sjálfri. Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. Ef aðeins er horft á grunnþátt eiginfjárgrunnsins, þ.e. eigið fé hluthafa samkvæmt ársreikningi að frádregnum óefnislegum eignum, var veikt eigið fé bankanna þriggja rúmlega 50% grunnþáttarins um mitt ár 2008. Auk áhættu sem bankarnir þrír báru vegna eigin hlutabréfa kannaði rannsóknarnefndin á sama hátt hversu mikla tapsáhættu þeir báru af bréfum hinna. Hér er það nefnt krossfjármögnun. Um mitt ár 2008 nam bein fjármögnun bankanna á eigin hlutabréfum ásamt krossfjármögnun á hlutabréfum hinna bankanna um 400 milljörðum króna. Ef aðeins er horft á grunnþátt eiginfjárgrunnsins var þetta um 70% grunnþáttarins á árinu 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að fjármögnun eigin fjár í íslenska bankakerfinu hafi að svo stórum hluta verið byggð á lánsfé úr kerfinu sjálfu að stöðugleika þess var ógnað. Sér í lagi voru eignarhlutir stærstu hluthafa bankanna skuldsettir. Þetta olli því að bankarnir og stærstu eigendur þeirra voru afar viðkvæmir fyrir tapi og lækkun hlutabréfaverðs. Ofmetið eigið fé banka eykur getu hans til vaxtar. Geta bankans til að takast á við áföll minnkar hins vegar um leið. Þar með eykst hættan á gjaldþroti. Gjaldþrot við þessar aðstæður gerir tap innstæðueigenda og annarra lánadrottna meira en ella. Ef um kerfislega mikilvægan banka er að ræða, eins og raunin var á Íslandi með alla bankana þrjá, verður kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið í heild einnig verulegur, eins og raun ber vitni. Athuganir rannsóknarnefndarinnar á starfsemi íslensku bankanna benda til þess að rýmkaðar starfsheimildir fjármálastofnana á síðustu árum hafi orðið til að auka verulega áhættu í rekstri þeirra. Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili. Meðal annars var heimilað að stunda fjárfestingarbankastarfsemi samhliða hefðbundinni starfsemi viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um aukið eigið fé. Fjármálaeftirlitið hafði heimild til að gera meiri kröfur um eigið fé fjármálafyrirtækja. Allir bankarnir keyptu eigin hlutabréf í stórum stíl í pöruðum viðskiptum í Kauphöllinni. Þetta átti sérstaklega við eftir að verð hlutabréfanna tók að lækka. Árið 2008 voru bankar kaupendur í að meðaltali 45% tilvika í pöruðum viðskiptum með eigin hlutabréf. Til samanburðar voru þeir seljendur í innan við 2% tilvika í pöruðum viðskiptum á sama tímabili. Ekki verður fallist á að þetta geti talist eðlileg viðskiptavakt af hálfu stóru bankanna þriggja. Verður að ætla að með þessu hafi allir bankarnir reynt að kalla fram óeðlilega eftirspurn eftir hlutabréfum í sjálfum sér. Til þess notuðu þeir það svigrúm sem hægt var að skapa með viðskiptum þeirra deilda sem fóru með eigin viðskipti.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira