Umfjöllun: Varnarmúr Haukanna tryggði þeim titilinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2010 19:00 Birkir Ívar lyftir hér bikarnum í dag. Mynd/Daníel Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Það var rosaleg stemning að Ásvöllum í gær og hitastigið eins og í góðu gufubaði. Rúmlega 2.000 áhorfendur troðfylltu kofann og létu öllum illum látum frá upphafi til enda leiksins. Leikurinn byrjaði á einkennilegan hátt því fyrstu fjögur mörk leiksins voru skoruð úr vítaköstum en alls voru dæmd fimm víti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnir beggja liða voru vel á tánum og sérstaklega gekk þeim vel að eiga við aðalskytturnar. Fannar Friðgeirsson skoraði aðeins eitt mark fyrir Val í fyrri hálfleik og hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson tvö mörk og Björgvin Hólmgeirsson ekkert. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var með Sigurberg í vasanum og varði fimm skot frá honum í hálfleiknum. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 4-5 og náðu í kjölfarið flottum kafla og komust í 5-8. Þá var Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það reyndist afar góð ákvörðun hjá Aroni því Haukarnir mættu sterkari til leiks eftir leikhléið og jöfnuðu leikinn, 8-8, og þeir leiddu svo með einu marki í leikhléi, 10-9. Afar jafn leikur sterkar varnir og lítið skorað. Liðin að leggja áherslu á að klára sóknirnar og ekki gefa ódýr mörk enda voru hraðaupphlaupin afar fá í hálfleiknum. Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur. Sigurbergur skoraði tvö gríðarlega góð mörk í röð og kom Haukum í 14-12 og Einar Örn bætti svo marki við. 15-12 og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, neyddist til þess að taka leikhlé eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik. Valsmenn komu til baka og Sigurður Eggertsson jafnaði leikinn fyrir þá í 18-18 þegar 13 mínútur voru eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og Valsmenn komu varla skoti á markið, svo sterk var vörnin hjá þeim. Á sama tíma gekk sóknarleikur Hauka vel og bilið á milli liðanna breikkaði með hverri mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar komnir með fjögurra marka forskot, 23-19, og leikurinn búinn. Valsmenn fundu engar leiðir fram hjá vörninni það sem eftir lifði leiks og sigur Hauka öruggur og verðskuldaður. Sigur Hauka í dag var sigur liðsheildarinnar. Liðið þjappaði sér hraustlega saman í fjarveru Gunnars Bergs og spilaði á ögurstundu frábæran varnarleik. Birkir Ívar sterkur í markinu, Pétur Pálsson, sem lítur út eins og litli bróðir Kára Kristjánssonar, ótrúlega sterkur á línunni, Sigurbergur drjúgur og Einar Örn með afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Valsmenn eiga eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að hafa klúðrað fyrsta leiknum á Ásvöllum sem þeir áttu að vinna. Þetta var ekki þeirra dagur í dag og lykilmenn liðsins fundu ekki taktinn eða hreinlega réðu ekki við vörnina sem var spiluð á þá. Haukar-Valur 25-20 (10-9) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (14/3), Pétur Pálsson 4 (4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 4/3 (4/3), Freyr Brynjarsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Elías Már Halldórsson (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (39/4, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Freyr 2, Guðmundur, Sigurbergur, Einar) Fískuð víti: 6 (Pétur 2, Björgvin 2, Freyr, Elías) Brottrekstrar: 6 mínútur Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/6 (10/6), Sigurður Eggertsson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (6), Elvar Friðriksson 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (7), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (0) Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3, 43%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ingvar, Arnór, Baldvin) Fískuð víti: 6 (Ingvar 2, Orri, Sigfús, Elvar, Fannar) Brottrekstrar: 2 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Það var rosaleg stemning að Ásvöllum í gær og hitastigið eins og í góðu gufubaði. Rúmlega 2.000 áhorfendur troðfylltu kofann og létu öllum illum látum frá upphafi til enda leiksins. Leikurinn byrjaði á einkennilegan hátt því fyrstu fjögur mörk leiksins voru skoruð úr vítaköstum en alls voru dæmd fimm víti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnir beggja liða voru vel á tánum og sérstaklega gekk þeim vel að eiga við aðalskytturnar. Fannar Friðgeirsson skoraði aðeins eitt mark fyrir Val í fyrri hálfleik og hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson tvö mörk og Björgvin Hólmgeirsson ekkert. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var með Sigurberg í vasanum og varði fimm skot frá honum í hálfleiknum. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 4-5 og náðu í kjölfarið flottum kafla og komust í 5-8. Þá var Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það reyndist afar góð ákvörðun hjá Aroni því Haukarnir mættu sterkari til leiks eftir leikhléið og jöfnuðu leikinn, 8-8, og þeir leiddu svo með einu marki í leikhléi, 10-9. Afar jafn leikur sterkar varnir og lítið skorað. Liðin að leggja áherslu á að klára sóknirnar og ekki gefa ódýr mörk enda voru hraðaupphlaupin afar fá í hálfleiknum. Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur. Sigurbergur skoraði tvö gríðarlega góð mörk í röð og kom Haukum í 14-12 og Einar Örn bætti svo marki við. 15-12 og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, neyddist til þess að taka leikhlé eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik. Valsmenn komu til baka og Sigurður Eggertsson jafnaði leikinn fyrir þá í 18-18 þegar 13 mínútur voru eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og Valsmenn komu varla skoti á markið, svo sterk var vörnin hjá þeim. Á sama tíma gekk sóknarleikur Hauka vel og bilið á milli liðanna breikkaði með hverri mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar komnir með fjögurra marka forskot, 23-19, og leikurinn búinn. Valsmenn fundu engar leiðir fram hjá vörninni það sem eftir lifði leiks og sigur Hauka öruggur og verðskuldaður. Sigur Hauka í dag var sigur liðsheildarinnar. Liðið þjappaði sér hraustlega saman í fjarveru Gunnars Bergs og spilaði á ögurstundu frábæran varnarleik. Birkir Ívar sterkur í markinu, Pétur Pálsson, sem lítur út eins og litli bróðir Kára Kristjánssonar, ótrúlega sterkur á línunni, Sigurbergur drjúgur og Einar Örn með afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Valsmenn eiga eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að hafa klúðrað fyrsta leiknum á Ásvöllum sem þeir áttu að vinna. Þetta var ekki þeirra dagur í dag og lykilmenn liðsins fundu ekki taktinn eða hreinlega réðu ekki við vörnina sem var spiluð á þá. Haukar-Valur 25-20 (10-9) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (14/3), Pétur Pálsson 4 (4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 4/3 (4/3), Freyr Brynjarsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Elías Már Halldórsson (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (39/4, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Freyr 2, Guðmundur, Sigurbergur, Einar) Fískuð víti: 6 (Pétur 2, Björgvin 2, Freyr, Elías) Brottrekstrar: 6 mínútur Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/6 (10/6), Sigurður Eggertsson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (6), Elvar Friðriksson 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (7), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (0) Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3, 43%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ingvar, Arnór, Baldvin) Fískuð víti: 6 (Ingvar 2, Orri, Sigfús, Elvar, Fannar) Brottrekstrar: 2 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira