Erlent

Músum gróflega misboðið

Óli Tynes skrifar
Turngula á flugi.
Turngula á flugi.

Turnuglustofn Danmerkur er í útrýmingarhættu vegna hinna miklu snjóa í landinu. Turnuglur veiða aðeins á nóttunni og lifa á músum. Vegna snjóalaga finna þær nú engar mýs. Árið 2009 voru um 500 uglupör í Danmörku. Síðasti vetur var mjög harður og snjóugur og um sumarið voru ekki nema um 50 pör eftir. Níu af hverjum tíu fuglum drápust. Ef eitthvað er er yfirstandandi vetur enn verri og því óttast Danir að stofninn hverfi alveg.

Turnuglur gera sér hreiður í útihúsum upp til sveita (Ef hægt er að tala um UPP til einhvers í Danmörku). Bændur hafa verið hvattir til þess að dreifa þar korni til þess að laða að mýs fyrir uglurnar að veiða. Við litla hrifningu músastofnsins, væntanlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×