Enski boltinn

Dossena á leið til Napoli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Dossena í leik með Liverpool.
Andrea Dossena í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Andrea Dossena verði seldur til Napoli frá Liverpool en ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær.

Einn forráðamanna Napoli fór til Liverpool í gær til að ganga frá samningum um Dossena. Kaupverðið er sagt nema um fimm milljónum evra sem er talsvert minna en Liverpool greiddi fyrir hann sumarið 2008.

Dossena hefur síðan þá ekki komið við sögu í nema 20 leikjum með Liverpool en hann er 28 ára gamall. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu og svo sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fjórum dögum síðar í 4-1 sigri á Manchester United.

Dossena fékk treyju númer 2 hjá Liverpool þegar hann samdi við liðið en Glen Johnson fékk þá treyju þegar hann var keyptur til félagsins í sumar. Dossena hefur síðan þá mátt sætta sig við að vera með númerið 38 á bakinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×