Innlent

Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag

Aung San Suui Kyi.
Aung San Suui Kyi.

Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi.

Suui Kyi hefur verið í stofufangelsi í sjö ár á heimili sínu í borginni Yangon.

Samstarfsmenn hennar segja að herforingjastjórn landsins hafi samþykkt frelsun hennar í gær. En formlega rennur úrskurður um fangelsun hennar út í dag.

Búist er viða að óeirðalögregla komi fljótlega að heimili leiðtogans.

Herforingjastjórnin hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar um að Suui Kyi verði látin laus og því hafa margir efasemdir um að herforingjastjórnin ætli að sleppa henni lausri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×