Fótbolti

Erfiðara að þjálfa á Ítalíu en Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Portúgalinn Jose Mourinho, þjálfari Inter, ræddi á ráðstefnu um daginn um muninn á því að þjálfa á Ítalíu og Englandi. Hann þekkir það vel og hefur unnið meistaratitla í báðum löndum.

„Ég hef ekki þjálfað marga ítalska leikmenn enda fáir í mínu liði. Annars er auðveldara að þjálfa á Englandi þar sem maður er líka stjóri. Á Ítalíu hafa leikmenn aftur á móti meira frelsi til þess að segja skoðanir sínar," sagði Mourinho.

„Það er minna talað um skemmtanagildi í fótboltanum á Ítalíu en á Englandi. Úrslitin skipta meira máli. Minni liðin á Ítalíu er líka sterkari en minni liðin á Englandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×