Fótbolti

Rooney verður að hafa stjórn á skapinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leiknum í gær.
Wayne Rooney í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Dómarinn sem dæmdi æfingaleik enska landsliðsins í gær segir að Wayne Rooney verði að hafa betri stjórn á skapinu ef hann vill forðast það að fá rautt spjald á HM.

England vann 3-0 sigur á suður-afríska liðinu Platinum Stars í gær og sagði dómari leiksins, Jeff Selogilwe, að Rooney hefði formælt honum með ljótu orðbragði.

„Hann verður að læra að hafa betri stjórn á sínu skapi. Hann gæti fengið rautt á HM," sagði Selogilwe.

Rooney fékk frægt rautt spjald þegar að England mætti Portúgal í fjórðungsúrslitum heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Frank Lampard hefur ekki áhyggjur af Rooney.

„Wayne hefur þroskast mikið sem leikmaður síðustu árin og ég á því ekki von á því að það endurtaki sig," sagði Lampard. „Það er mikilvægt að vera með alla ellefu leikmenn inn á vellinum og það getur breytt öllu að missa mann út af."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×