Fótbolti

Mainz getur bætt met um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mainz getur um helgina bætt met í þýsku úrvalsdeildinni vinni liðið Hamburg á heimavelli.

Mainz hefur byrjað gríðarlega vel á leiktíðinni og unnið alla fyrstu sjö viðureignir síðan, síðast gegn Hoffenheim, 4-2. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þá annað marka síðarnefnda liðsins.

Með þeim sigri jafnaði Mainz met Bayern München og Kaiserslautern.

En þrátt fyrir þetta getur Mainz misst toppsætið á morgun, vinni Borussia Dortmund sinn leik. Það yrði þá í fyrsta sinn sem Dortmund kemst á toppinn í átta ár eða síðan liðið varð síðast meistari.

Dortmun mætir Köln annað kvöld og á möguleika á að komast í 21 stig, rétt eins og Mainz. Dortmund er þó með betra markahlutfall.

Meistarar Bayern hafa byrjað skelfilega á tímabilinu og eru með átta stig eftir sjö leiki í tólfta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×