Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 20:15 Patric og Whoopi í ódauðlegum hlutverkum sínum um lífið og dauðann. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira