Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 20:15 Patric og Whoopi í ódauðlegum hlutverkum sínum um lífið og dauðann. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum. Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum.
Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira