Innlent

Séra Halldór: Ábyrgðin er Guðlaugs og Gísla

Í ályktuninni er skorað á forystu og þingmenn Sjálfstæðisflokksins að íhuga stöðu sína.
Í ályktuninni er skorað á forystu og þingmenn Sjálfstæðisflokksins að íhuga stöðu sína.
„Ég ætla ekki að fylgja þessu meira eftir því ábyrgðin er þeirra. Það eiga allir að skilja þetta sem vilja," segir séra Halldór Gunnarsson um ályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um helgina. Gísli Marteinn Baldursson ætlar ekki að víkja sem borgarfulltrúi vegna ályktunarinnar og Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður, hefur ekki tjáð sig um innihald hennar.

Í ályktuninni er skorað á forystu og þingmenn Sjálfstæðisflokksins að íhuga stöðu sína með tilliti til fylgis flokksins. Samþykkt var að styrkþegar flokksins ættu að sýna ábyrgð sína með því að segja af sér. Halldór flutti upphaflegu tillöguna fyrir fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu og nefndi sérstaklega þá Guðlaug Þór og Gísla í ræðu sinni.

„Það er alveg ljóst hvað ég sagði. Ég var að höfða til þessa siðferðisskilnings sem okkar fulltrúar verða að hafa og bera með sér. Annars vegar Guðlaugur Þór gagnvart þessum háum styrkjum og hins vegar Gísli gagnvart því að Alþingi gleymdi að breyta reglunum því annars væri hann ekki inn í borgarstjórn," segir Halldór og vísar til þess að Gísli hefði fallið úr borgarstjórn ef samræmi hefði væri í kosningareglum. Á fjórða þúsund kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík strikuðu yfir nafn Gísla í kosningunum í lok maí. Ef samræmi væri í kosningareglum til Alþingis og sveitastjórna hefði Gísli fallið niður um sæti og ekki náð sæti í borgarstjórn.


Tengdar fréttir

Gísli Marteinn situr áfram

Gísli Marteinn Baldursson ætlar ekki að víkja sem borgarfulltrúi vegna ályktunar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um helgina. Hann segist engar lánafyrirgreiðslur hafa fengið, hvorki kúlulán né önnur óvenjuleg lán.

Krafðist afsagnar Guðlaugs og Gísla

Séra Halldór Gunnarsson kom í pontu nú fyrir stundu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og flutti tillögu sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu samþykkti á fundi á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×