Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar 2. september 2010 05:45 Víst er að þingmenn munu hafa nóg fyrir stafni næstu tvær vikur. Þeirra bíða umræður um fjölda mála, en þyngst munu vega niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fréttablaðið/gva Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira