Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim 25. júní 2010 22:32 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd/Valgarður Gíslason Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Aðstandendur skjólstæðinga meðferðarheimilisins hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í kvöld og lýst yfir áhyggjum af málinu. Á vef RÚV segir að ákvörðun um að loka Götusmiðjunni hafi verið tekin vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson oftast kallaður Mummi, hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum. Þetta vildi Bragi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. „Það voru ákveðin samskipti forstöðumannsins við unglinganna sem fóru yfir öll velsæmismörk að okkar mati og það var kornið sem fyllti mælinn." Bragi segir að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Tekin hafi verið ákvörðun fyrir nokkru síðan að vista ekki fleiri ungmenni á meðferðarheimilinu. Í dag hafi sérfræðingur frá Barnaverndarstofu, óháður eftirlitsmaður með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og fulltrúar frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Kópavogs heimsótt Götusmiðjuna og rætt við starfsfólk og átta ungmenni sem voru á staðnum. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að loka heimilinu og senda skjólstæðinganna átta heim. Aðspurður hvað verði um ungmennin segir Bragi að fjögur þeirra hafi verið komin langt í meðferðum sínum. Þeim verði haldið áfram. „Hinum fjórum verða fundin viðeigandi úrræði. Þau fá áframhaldandi þjónustu." Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára í Brúarholti í Grímsnes- og Grafningshreppi. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Aðstandendur skjólstæðinga meðferðarheimilisins hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í kvöld og lýst yfir áhyggjum af málinu. Á vef RÚV segir að ákvörðun um að loka Götusmiðjunni hafi verið tekin vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson oftast kallaður Mummi, hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum. Þetta vildi Bragi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. „Það voru ákveðin samskipti forstöðumannsins við unglinganna sem fóru yfir öll velsæmismörk að okkar mati og það var kornið sem fyllti mælinn." Bragi segir að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Tekin hafi verið ákvörðun fyrir nokkru síðan að vista ekki fleiri ungmenni á meðferðarheimilinu. Í dag hafi sérfræðingur frá Barnaverndarstofu, óháður eftirlitsmaður með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og fulltrúar frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Kópavogs heimsótt Götusmiðjuna og rætt við starfsfólk og átta ungmenni sem voru á staðnum. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að loka heimilinu og senda skjólstæðinganna átta heim. Aðspurður hvað verði um ungmennin segir Bragi að fjögur þeirra hafi verið komin langt í meðferðum sínum. Þeim verði haldið áfram. „Hinum fjórum verða fundin viðeigandi úrræði. Þau fá áframhaldandi þjónustu." Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára í Brúarholti í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira