Spænskir fjölmiðlar hafa mikið velt fyrir sér síðustu daga um hvaða leikmaður mun taka sæti Gonzalo Higuain í byrjunarliði Real Madrid en argentínski framherjinn verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla.
9450 manns tóku þátt í vefkönnun spænska blaðsins AS um hvaða leikmaður á að spila með Cristiano Ronaldo í framlínu liðsins á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.
Það kemur nokkuð á óvart að stuðningsmenn Real Madrid virðast vera búnir að snúa bakinu við goðinu Raúl González því aðeins 15 prósent þeirra völdu gömlu hetjuna sína. Frakkinn Karim Benzema fékk hinsvegar 85 prósent atkvæða í kjörinu.
Raúl hefur leikið með Real Madrid frá árinu 1994 en hann hefur aðeins fengið að byrja í 11 af 25 mótsleikjum á þessu tímabili. Raul hefur skorað fimm mörk fyrir Real Madrid á leiktíðinni.
Stuðningsmenn Real Madrid vilja Karim Benzema frekar en Raúl
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti


Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
