Fótbolti

Adriano í vandræðum vegna tengsla við glæpagengi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíski framherjinn Adriano.
Brasilíski framherjinn Adriano. Mynd/AFP
Brasilíski framherjinn Adriano er enn á ný kominn í vandræði eftir að lögreglan yfirheyrði hann í gær vegna tengsla hans við glæpaklíku sem fæst við eiturlyfjasölu og ber ábyrgð á dauða lögreglumanna.

Brasilískir fjölmiðlar hafa sýnt sláandi myndir af Adriano þar sem hann sést bæði sýna merki glæpagengisins sem og að stilla sér upp með riffil. Báðar myndirnar voru líklega teknar á Ítalíu þegar hann lék þar en síðan hefur Adriano snúið aftur til Brasilíu.

Einn þekktasti eiturlyfjasalinn á svæðinu er æskuvinur Adriano og það er að koma þessum 28 ára framherja í mikil vandræði að hann hafi haldið tengslum við vininn sinn eftir að hann gerðist harðsvíraður glæpamaður.

AS Roma hefur mikinn áhuga á að fá Adriano til liðs við sig fyrir næsta tímabil en hann hefur spilað heima fyrir eftir að hann hrökklaðist frá Internazionale Milan vegna vandamála utan vallar. Adriano átti við áfengisvandamál að stríða en enginn efast um styrk hans sem fótboltamanns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×