Innlent

Segir skemmdarvarga tengda Samfylkingunni

Mikil harka er hlaupin í kosningabaráttuna í Kópavogi. Kosningastjóri framsóknarflokksins sakar aðila tengda frambjóðanda Samfylkingarinnar um að hafa skemmt fjölda kosningaskilta á vegum flokksins í bænum. Frambjóðandinn segir ásakanirnar fásinnu.

Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins segir að vitni hafi verið að skemmdarverkunum og að hann telji að aðili tengdur Elfi Logadóttur, sem situr í fjórða sæti hjá Samfylkingunni, hafi staðið að skemmdarverkunum. Sigurjón segir að framsóknarmenn hafi ekki sett sig í samband við hina grunuðu vegna málsins, sem verði tilkynnt til lögreglu.

Elfur Logadóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ásakanir framsóknarflokksins í Kópavogi væru fásinna. Hún er þess fullviss að engin á sínum vegum hafi staðið í því að skemma skilti flokksins. Henni dytti ekki í hug að biðja nokkurn mann um slíkt. Hún hefði ekki heyrt í framsóknarflokknum vegna málsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×