Fótbolti

Ætlum ekki að reita Rooney til reiði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.
Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Nordic Photos / Getty Images

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segir sína leikmenn ætla ekki að beita neinum brögðum til að reita Wayne Rooney, sóknarmann Englands, til reiði í leik liðanna á HM á laugardaginn.

Rooney lét dómara leiks Englands og Platinum Stars á mánudaginn fara í taugarnar á sér og missti þá stjórn á skapinu í skamma stund.

„Það er búið að spyrja mig mikið út í þetta og við ætlum ekki að reyna að pirra hann sérstaklega. Við högum okkur ekki þannig," sagði Bradley.

Rooney fékk að líta rauða spjaldið í síðustu heimsmeistarakeppni er England lék gegn Portúgal í fjórðungsúrslitum HM 2006 í Þýskalandi - fyrir að traðka á Ricardo Carvalho.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Rooney og það sem hann hefur fram að færa. Hann er enska landsliðinu afar mikilvægur," bætti Bradley við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×