Innlent

Ríkisstjórn í Reykjanesbæ: Bein útsending á Vísi

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. MYND/GVA

Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður haldinn fyrir hádegi, en að þessu sinni í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Víkingaheimar eru meðal annars skjólshús víkingaskips, sem smíðað var hér á landi samkvæmt fornri hefð, fyrir all nokkrum árum. Blaðamannafundur að fundinum loknum verður í beinni útsendingu á Vísi.

Áður en fundurinn hefst ætlar ríkisstjórnin að eiga fund með bæjar- og sveitarstjórnarmönnum á Suðrunesjum til að fara yfir leiðir til að efla atvinnu og byggð á svæðinu, eins og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Blaðamannafundurinn hefst líklega um klukkan hálf tólf.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×