Barack Obama Bandaríkjaforseti styður óskir Indlands um að fá varanlegt sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kom þetta fram í ræðu sem Obama flutti á indverska þinginu.
Obama hefur verið í þriggja daga opinberri heimsókn á Indlandi og er talið að álit hans um sæti Indlands í öryggisráði muni skapa meira traust á milli þjóðanna tveggja, en landið hefur óskað eftir sæti í öryggisráðinu í mörg ár.
Obama er nú í opinberri heimsókn um Asíu og heldur til æskuslóða sinna á Indónesíu í dag. - sv