Innlent

Þjóðfundur kostaði 92 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Kári Kristjánsson segir að þjóðfundur hafi kostað tæpar 100 milljónir. Mynd/ GVA.
Sigurður Kári Kristjánsson segir að þjóðfundur hafi kostað tæpar 100 milljónir. Mynd/ GVA.
Þjóðfundurinn sem haldinn var á laugardag kostaði 91,7 milljónir króna. Þetta var upplýst á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gær. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í byrjun þingfundar í dag.

Sigurður Kári sagðist ekki hafa verið að gagnrýna það starf sem hefði verð unnið á fundinum „En ég verð að segja það að ég hafði ekki hugmyndaflug til að ímynda mér það að einn fundur sem stendur í einn dag gæti kostað íslenska skattgreiðendur tæpar 100 milljónir króna," sagði Sigurður Kári.

Sigurður Kári spurði hvort að þeir sem hefðu staðið að fundinum hefðu ef til vill farið frammúr sjálfum sér. Hann benti á að verið væri að grípa til niðurskurðar víðs vegar í samfélaginu og fólk hefði safnast saman víða við starfsstöðvar hjálparsamtaka í von um að fá mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×