Erlent

Böndin berast að hinum handtekna í Malmö

Óli Tynes skrifar
Hinn handtekni í Malmö.
Hinn handtekni í Malmö. Mynd/Sænska lögreglan

Sænska blaðið Expressen segir í dag að tæknideild lögreglunnar hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að skammbyssa sem lagt var hald á hjá 38 ára gömlum manni hafi verið notuð við skotárásir á innflytjendur í Malmö.

Maðurinn var handtekinn síðastliðinn laugardag eftir ábendingar frá almenningi, að sögn lögreglunnar. Sænska blaðið segja að hún tengi hann þegar við eitt morð og sjö morðtilraunir.

Expressen gengur svo langt að birta nafn mannsins sem enginn annar fjölmiðill hefur gert. Maðurinn mun hafa leyfi fyrir byssunum enda tilheyrir hann skotklúbbi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×