Innlent

Segist hafa verið rekinn fyrir að rita ævisögu Árna

Valur Grettisson skrifar
Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.

Höfundi ævisögu Árna M. Mathiesen, Þórhalli Jósepssyni, hefur verið sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu.

Samkvæmt fréttamiðlinum Smugunni er það vegna þess að hann skrifaði ævisögu Árna sem er fyrrverandi fjármálaráðherra.

Uppsögn Þórhalls, sem var áður fréttamaður á Speglinum, var tilkynnt á starfsmannafundi í dag.

„Það sem ég hef fengið uppgefið sem ástæður er að ég hafi brugðist trúnaði og það hafi falist í því að eiga í þessu samstarfi við Árna Mathiesen, að skrifa þessa bók," sagði hann í viðtali við DV og bætti við að hann gæti lítið tjáð sig um málið því hann væri að kanna réttarstöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×