Innlent

Björn vildi fangelsi á Bústaðarveg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason taldi að besti staðurinn fyrir fangelsi og lögreglustöð yrði við Bústaðarveg. Mynd/ Vilhelm.
Björn Bjarnason taldi að besti staðurinn fyrir fangelsi og lögreglustöð yrði við Bústaðarveg. Mynd/ Vilhelm.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, vildi að nýtt fangelsi yrði reist á Bústaðarveginum. Rætt hefur verið um byggingu nýs fangelsis í fjölda ára. Á þriðja hundrað manns eru á biðlista eftir að afplána refsidóma og gæsluvarðhaldsrýmið á Litla Hrauni svarar ekki þörf.

Nú er undirbúningur að byggingu nýs fangelsis hafinn og var málið rætt á fundi Alþingis í gær. Þar kom fram að enn eigi eftir að ákveða endanlega hvar fangelsið verður staðsett. Björn Bjarnason gerir málið að umtalsefni á vefsíðu sinni.

„Nú er að sjá, hvort tekst að finna lóð undir nýja fangelsið, þegar á reynir. Ég var kominn á þá skoðun að reisa ætti fangelsi og lögreglustöð saman. Taldi ég besta staðinn vera við Bústaðaveg, þar sem veðurstofan er og yfirgefin stjórnstöð raforkukerfisins," segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×