Innlent

Leggur til 400 tonna rækjukvóta í Arnarfirði

Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að 400 tonna hámarksafli af rækju verði leyfður í Arnarfirði í vetur. Er þetta svipaður kvóti og gefinn hefur verið út á síðustu árum.

Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknarstofnunarinnar á rækju á grunnslóð fyrir vestan og norðan. Ekki eru efni til að gefa út rækjukvóta á öðrum stöðum en í Arnarfirði en þar er stofninn í meðallagi.

Athygli vakti í mælingunni að ekki hefur verið meiri þorskur til staðar í Arnarfirði síðan árið 2005 og í Skagafirði hefur ekki mælst jafnmikið þorskmagn síðan árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×