Innlent

Hitaveitan 80 ára í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Þór Ingason, forstjóri OR, og samstarfsmenn hans fagna 80 ára afmæli hitaveitu í Reykjavik í dag. Mynd/ Vilhelm.
Helgi Þór Ingason, forstjóri OR, og samstarfsmenn hans fagna 80 ára afmæli hitaveitu í Reykjavik í dag. Mynd/ Vilhelm.
Áttatíu ár eru liðin í dag frá því heitu vatni var hleypt á Laugaveituna, fyrstu hitaveituna í Reykjavík.

Það var Austurbæjarskólinn við Barónsstíg sem fyrst naut heita vatnsins sem veitt var úr grunnum borholum við Þvottalaugarnar í Laugardal. Á þessum 80 árum hefur vatnstakan breiðst út um lághitasvæði í höfuðborginni og grannsveitum, yfir á háhitasvæðið við Hengilinn og eftir nokkrar vikur hefst framleiðsla á heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur mun fyrirtækið minnast afmælisins í næsta mánuði þegar ný hitaveita frá Hellisheiðarvirkjun verður tekin í notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×