Erlent

Gullfiskar í fremstu víglínu

Óli Tynes skrifar
Roger fiskur eitt, allt í lagi hérna.
Roger fiskur eitt, allt í lagi hérna.

Þúsundir þungvopnaðra lögreglu- og hermanna munu leggja lífið að veði til þess að vernda leiðtoga iðnveldanna tuttugu á fundi þeirra í Seoul í Suður-Kóreu í þessari viku. Það munu sex gullfiskar líka gera. Fundurinn verður haldinn í ráðstefnu- og sýningarhöll í Seoul.

Lögreglumennirnir munu gæta þar öryggis innan dyra og utan. Gullfiskarnir munu gæta öryggis á baðherbergjunum. Þeir verða settir í risastóran vatnstank sem sér baðherbergjunum fyrir vatni. Meðan þeir synda þar um er vatnið talið hreint og öruggt.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×