Innlent

Ráðherra skipar samráðshóp um heildstæða húsnæðisstefnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson hefur skipað hóp til að meta húsnæðisstefnuna til framtíðar. Mynd/ Pjetur.
Guðbjartur Hannesson hefur skipað hóp til að meta húsnæðisstefnuna til framtíðar. Mynd/ Pjetur.
Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað samráðshóp sem falið er að móta heildstæða húsnæðisstefnu til framtíðar. Markmiðið er að tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum. Efla þarf varanlega leigu- og búseturéttarkosti og stuðla að jöfnuði milli búsetuforma.

Formaður samstarfshópsins er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður. Starfshópurinn á meðal annars byggja starf sitt á fyrirliggjandi skýrslum og tillögum um húsnæðismál sem unnar hafa verið á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að áhersla sé lögð á breitt samstarf um mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Samstarfið muni ekki einskorðast við samráðshópinn. Félags- og tryggingarmálaráðuneytið muni leita eftir samstarfi við aðra hagsmunaaðila og kynna afrakstur þeirrar vinnu fyrir hópnum.

Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn skili ráðherra skýrslu um heildstæða húsnæðisstefnu eigi síðar en 1. apríl á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×