Erlent

Herforingjar lýsa yfir sigri í Búrma - átök brjótast út

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma.

Herforingjastjórnin í Búrma hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem fram fóru í landinu um helgina, þeim fyrstu í tuttugu ár. Herforingjarnir segja að stærsti stjórnarflokkurinn hafi fengið yfir 80 prósent atkvæða en leiðtogar víða um heim hafa fordæmt kosningarnar og sagt þær ómarktækar.

Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en stjórnarandstaðan segir að brögð hafi verið í tafli. Átök hafa brotist út í hluta landsins og segja hjálparstofnanir að um 15 þúsund manns hafi flúið yfir landamærin til Tælands.

Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar en leiðtogi hennar, Aung San Suu Kyi, hefur verið í stofufangelsi frá árinu 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×