Innlent

Ríkisstjórnin vill hersetusafn og flutning Gæslunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin fundaði í Reykjanesbæ í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Ríkisstjórnin fundaði í Reykjanesbæ í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Nýtt safn um hersetu á Íslandi og flutningur Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði er á meðal þess sem rætt er um að gert verði til þess að byggja upp atvinnu á Reykjanesi. Ríkisstjórnin fundaði í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í morgun.

Formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sögðu mikilvægt ríkisstjórnin gæti fundað víðar en í Reykjavík. Jóhanna sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að skipa sameiginlega verkefnastjórn með heimamönnum um framkvæmd á þeim málum sem farið var yfir á þessum fundi. Þau eru meðal annars að flytja aðsetur Landhelgisgæslunnar yfir á Miðnesheiði og bygging hersetusafns. „Það má ekki á milli sjá hverjir eru áhugaverðari um byggingu þessa safns, þeir sem voru hlynntari veru hersins hér á landi eða þeir sem voru henni andvígir," sagði Steingrimur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundinum.

Þá var rætt um að að framlengja hámark atvinnuleysibótaréttarins úr þremur árum. Forsætisráðherra vakti athygli á því að það væri einkum á Suðurnesjum sem menn væru helst búnir að vera atvinnulausir lengur en í þrjú ár. Þá var rætt um að koma á fót útibúi frá Umboðsmanni skuldara á Reykjanesi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×