Umhyggja í stað ofbeldis 17. september 2010 06:00 Fréttin af aðförinni að kúbversku feðgunum vekur óhug. Það að þeir, og að því er fullyrt er, fleiri innflytjendur, hafi neyðst til að flýja land vegna ofsókna og áreitis er skelfileg og óþolandi smán fyrir samfélag okkar. Þjóðflutningar einkenna heiminn okkar og auðga menningu og samfélag, líka okkar eigið. Við eigum að meta það og virða það fólk sem hér sest að. Biblían leggur áherslu á gestrisni í garð framandi fólks og hvetur okkur til að koma fram við útlendinginn af virðingu og á jafnræðisgrunni. Íslendingar eru innflytjendur í landi sínu. Þegar við erum spurð: Hvaðan ertu? þá munu flest okkar þurfa að viðurkenna að það er ekki einföld spurning og ættartréð leiðir í ljós flóknari uppruna en við blasir í fyrstu. Mörg okkar eiga ættingja í öðrum löndum og höfum notið gestrisni framandi þjóða. Samt virðist ríkja hér tortryggni gagnvart þeim útlendingum sem setjast að. Að ungt fólk á Íslandi skuli daðra við fordóma og hatur og ganga til liðs við ofbeldismenn til að klekkja á öðru fólki, eins og hér virðist hafa gerst, er grafalvarlegt. Við sem fullorðin erum berum þar mikla ábyrgð. Svo margt í okkar menningu og samskiptum hefur borið vitni um agaleysi, ábyrgðarleysi og virðingarleysi í orðum og athöfn. Virðingarleysið getur af sér kaldhæðni og kaldhæðnin nærir reiði, fyrirlitningu og hatur. Það er samfélagsmein. Okkur ber skylda til að vinna gegn því hugarfari og afstöðu. Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi. Öll eigum við hlutdeild í sömu mennsku. Okkur ber skylda til að stuðla að bættri vellíðan, lífsgæðum og mannréttindum allra sem í landinu okkar búa og dvelja, að styðja við hælisleitendur og verja réttindi þeirra. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fréttin af aðförinni að kúbversku feðgunum vekur óhug. Það að þeir, og að því er fullyrt er, fleiri innflytjendur, hafi neyðst til að flýja land vegna ofsókna og áreitis er skelfileg og óþolandi smán fyrir samfélag okkar. Þjóðflutningar einkenna heiminn okkar og auðga menningu og samfélag, líka okkar eigið. Við eigum að meta það og virða það fólk sem hér sest að. Biblían leggur áherslu á gestrisni í garð framandi fólks og hvetur okkur til að koma fram við útlendinginn af virðingu og á jafnræðisgrunni. Íslendingar eru innflytjendur í landi sínu. Þegar við erum spurð: Hvaðan ertu? þá munu flest okkar þurfa að viðurkenna að það er ekki einföld spurning og ættartréð leiðir í ljós flóknari uppruna en við blasir í fyrstu. Mörg okkar eiga ættingja í öðrum löndum og höfum notið gestrisni framandi þjóða. Samt virðist ríkja hér tortryggni gagnvart þeim útlendingum sem setjast að. Að ungt fólk á Íslandi skuli daðra við fordóma og hatur og ganga til liðs við ofbeldismenn til að klekkja á öðru fólki, eins og hér virðist hafa gerst, er grafalvarlegt. Við sem fullorðin erum berum þar mikla ábyrgð. Svo margt í okkar menningu og samskiptum hefur borið vitni um agaleysi, ábyrgðarleysi og virðingarleysi í orðum og athöfn. Virðingarleysið getur af sér kaldhæðni og kaldhæðnin nærir reiði, fyrirlitningu og hatur. Það er samfélagsmein. Okkur ber skylda til að vinna gegn því hugarfari og afstöðu. Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi. Öll eigum við hlutdeild í sömu mennsku. Okkur ber skylda til að stuðla að bættri vellíðan, lífsgæðum og mannréttindum allra sem í landinu okkar búa og dvelja, að styðja við hælisleitendur og verja réttindi þeirra. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar